03

Reglulegar kannanir

Skömmu áður en kórónukreppan skall á, í febrúar 2020, sýndi ársfjórðungsleg könnun Samtaka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækjanna að efnahagsleg óveðursský höfðu hrannast upp. Þá töldu þó 20% stjórnenda aðstæður vera góðar en 30% höfðu talið svo vera þremur mánuðum fyrr. Í maí 2020, þegar kórónukreppan náði hámarki, taldi nánast enginn stjórnandi aðstæður vera góðar, en 90% töldu þær slæmar. Stjórnendur lögðu sama mat á aðstæður í maí, september og desember 2020. Í febrúar 2021 tók þó brúnin að lyftast hjá mörgum þar sem bólusetningar gegn veirunni voru hafnar, bæði hérlendis og í viðskiptalöndunum, og útlit fyrir að um mitt árið eða fljótlega eftir það yrði mestu takmörkunum á ferðalögum og samkomum aflétt.

Vísitala efnahagslífsins

Núverandi staða
Horfur eftir 6 mánuði
Heimild: Könnun Gallup fyrir SA og Seðlabankann  á stöðu og framtíðarhorfum 400 stærstu fyrirtækja Íslands

Könnunin í febrúar 2021 leiddi í ljós að mun fleiri stjórnendur töldu að aðstæður yrðu betri að eftir sex mánuði en að þær versnuðu. 62% stjórnenda töldu að aðstæður yrðu betri, 13% verri en 25% óbreyttar.

Niðurstöður sýndu þó ekki miklar líkur á bata á vinnumarkaði, þ.e. minna atvinnuleysi. 60% stjórnenda taldi ekki þörf á fjölgun starfsfólks að sex mánuðum liðnum, en fjórðungur taldi þörf á fjölgun og 15% á fækkun. Samanvegið mátti búast við 0,6% fjölgun starfa á næstu sex mánuðum eða sem nam 800 störfum í atvinnulífinu öllu.

Stjórnendur bjuggust einnig við verðbólgu yfir markmiði eftir 12 mánuði, eða 3%, að gengi krónunnar styrktist um 2% og vextir yrðu áfram lágir. Þá áttu þeir von á því að fjárfestingar fyrirtækjanna myndu dragast saman milli áranna 2020 og 2021. Flestir bjuggust við svipuðu fjárfestingarstigi, en 28% reiknuðu með samdrætti fjárfesting og 21% aukningu.