Vísitala efnahagslífsins
Könnunin í febrúar 2021 leiddi í ljós að mun fleiri stjórnendur töldu að aðstæður yrðu betri að eftir sex mánuði en að þær versnuðu. 62% stjórnenda töldu að aðstæður yrðu betri, 13% verri en 25% óbreyttar.
Niðurstöður sýndu þó ekki miklar líkur á bata á vinnumarkaði, þ.e. minna atvinnuleysi. 60% stjórnenda taldi ekki þörf á fjölgun starfsfólks að sex mánuðum liðnum, en fjórðungur taldi þörf á fjölgun og 15% á fækkun. Samanvegið mátti búast við 0,6% fjölgun starfa á næstu sex mánuðum eða sem nam 800 störfum í atvinnulífinu öllu.
Stjórnendur bjuggust einnig við verðbólgu yfir markmiði eftir 12 mánuði, eða 3%, að gengi krónunnar styrktist um 2% og vextir yrðu áfram lágir. Þá áttu þeir von á því að fjárfestingar fyrirtækjanna myndu dragast saman milli áranna 2020 og 2021. Flestir bjuggust við svipuðu fjárfestingarstigi, en 28% reiknuðu með samdrætti fjárfesting og 21% aukningu.