13

Samtök atvinnulífsins

Stjórn SA kom sjö sinnum saman á starfsárinu, en hana skipa 20 fulltrúar auk formanns. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar voru eftirfarandi kosin í framkvæmdastjórn, sem skipuð er sjö fulltrúum auk Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA: Árni Sigurjónsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Helga Árnadóttir, Jón Ólafur Halldórsson, Lilja Björk Einarsdóttir og Sigurður R. Ragnarsson. Helga Árnadóttir var kjörin varaformaður. Framkvæmdastjórnin kom 14 sinnum saman á starfsárinu.
Formaður SA, auk framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna.

Starfsárið 2020-2021

Þrátt fyrir hina stefnumarkandi Lífskjarasamninga frá 3. apríl 2019 stóð samningalotan yfir allt starfsárið og er enn ólokið tveimur árum síðar. SA hafa undirritað 128 kjarasamninga í lotunni og er unnið að endurnýjun nokkurra minni kjarasamninga. Ríki og sveitarfélög hafa lokið sinni samningsgerð en þau undirrituðu 137 kjarasamninga í lotunni. Samningamálin voru því reglulega á dagskrá stjórnanna.

Meðal umræðuefna á fundum stjórnar SA má nefna aðgerðir stjórnvalda vegna kórónukreppunnar, sóttvarnarlög, efnahagshorfur og staða ríkisfjármála.

Framkvæmdastjórnin fjallaði um fjármál SA, áherslur á starfsárinu, Global Compact, forsendur kjarasamninga og yfirlýsingu ríkisstjórnar sem varð þess valdandi að framkvæmdastjórnin ákvað að segja ekki upp kjarasamningum, sóttvarnaraðgerðir og viðspyrnuaðgerðir ríkisstjórnarinnar, lífeyrismál, miðhálendisþjóðgarð, stöðu jafnlaunavottunar, framtíðarfyrirkomulag tryggingagjalds, starfskjaralög og loftslagsmarkmið Íslands.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins á starfsárinu 2020 - 2021

Formaður: Eyjólfur Árni Rafnsson
Varaformaður: Helga Árnadóttir, Bláa lónið hf.
Arna Arnardóttir, Samtök iðnaðarins
Árni Sigurjónsson, Marel hf.
Bjarnheiður Hallsdóttir, Katla DMI ehf.
Bogi Nils Bogason, Icelandair ehf.
Davíð Torfi Ólafsson, Íslandshótel hf.
Eggert Þór Kristófersson, Festi hf.
Gestur Pétursson, Veitur ohf.
Guðrún Jóhannesdóttir, Kokka ehf.
Gunnar Egill Sigurðsson, Samkaup hf.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Helgi Bjarnason, Vátryggingafélag Íslands hf.
Hjörleifur Stefánsson, Nesraf ehf.
Jens Garðar Helgason, Laxar fiskeldi ehf.
Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands hf.
Lilja Björk Einarsdóttir, Landsbankinn hf.
Rannveig Rist, Rio Tinto á Íslandi hf.
Sigurður R. Ragnarsson, Íslenskir aðalverktakar hf.
Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa ehf.
Ægir Páll Friðbertsson, Brim hf.

Skrifstofa SA

Töluverðar breytingar urðu á skrifstofu SA á árinu. Pétur Reimarsson, verkfræðingur, sérfræðingur í umhverfismálum og fyrrum forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs, lét af störfum vegna aldurs eftir 17 ára starf. Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs, hvarf til annarra starfa eftir rúmlega þriggja ára starf og tók Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir við starfi hans. Ásdís Kristjánsdóttir var ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri í stað Hannesar G. Sigurðssonar, sem hélt áfram störfum fyrir samtökin. Þá lét Hrafnhildur Stefánsdóttir, skjalastjóri, af störfum eftir sex ára starf. Störf hófu þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs, Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður, Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur, Linda Kristín Friðjónsdóttir, innheimtufulltrúi, Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur, Védís Hervör Árnadóttir, miðlunarstjóri og Vilhelm Gauti Bergsveinsson, upplýsingatæknistjóri.